Tvö útköll á sama klukkutímanum

15.Ágúst'22 | 13:18
tf-eir_ads

Áhöfnin á TF-EIR var kölluð út á mesta forgangi ásamt Björgunarfélagi Vestmannaeyja seint í gærkvöldi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á ellefta tímanum í gærkvöldi, annars vegar vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi úti fyrir Eyjafirði og hins vegar vegna neyðarblyss sem sást yfir Blátindi í Vestmannaeyjum.

Þetta segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands sem birt er á facebook-síðu Gæslunnar.

Enn fremur segir að seint í gærkvöldi hafði skipstjóri skemmtiferðaskipsins Aurora sem var þá statt um 25 sjómílur austnorðaustur af Grímsey samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna veikinda eins farþegans um borð í skipinu. Áhöfnin á TF-GNA var kölluð út til að koma farþeganum á sjúkrahús en um svipað leyti barst stjórnstöðinni tilkynning um neyðarflugeld við Vestmannaeyjar.

Sjá einnig: Leitað á sjó í nótt en ekkert fannst

Áhöfnin á TF-EIR var kölluð út á mesta forgangi ásamt Björgunarfélagi Vestmannaeyja. Áhöfnin á TF-GNA flaug því norður og áhöfn Eirar hélt til leitar við Vestmannaeyjar. Áhöfnin á TF-EIR hóf leitina við ströndina og klettana nálægt Blátindi og færði sig svo vestur ströndina eins og hún leggur sig. Eftir nokkra leit bárust upplýsingar um að blysinu hafi að öllum líkindum verið skotið af landi og var leitinni hætt í kjölfarið.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var búið að hífa farþega skemmtiferðaskipsins um borð í TF-GNA og var haldið með hann á sjúkrahúsið á Akureyri, segir að endingu í tilkynningunni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).