Bílar krömdust undir bílalyftu Herjólfs

15.Ágúst'22 | 11:07
20220815_100606

Þetta er annar bíllinn sem varð undir lyftunni. Ljósmynd/TMS

Óhapp varð um borð í Herjólfi í síðustu ferð skipsins í gær, þegar bílalyfta ferjunnar var fyrir slysni sett niður á leið til Vestmannaeyja.

Að sögn Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra Herjólfs bar óhappið að með þeim hætti að skipið var að bakka frá bryggju í Landeyjahöfn þegar bílalyftan fór niður öðru megin með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust undir henni. Enginn farþegi var staðsettur á bíladekkinu þegar óhappið varð og því engin slys á fólki.

„Ástæðan fyrir óhappinu er sú að rekist var í takka sem staðsettur er í brú skipsins sem varð til þess að lyftan fór niður með þessum afleiðingum. Í kjölfar óhappsins verður gripið til ráðstafana til að tryggja að þetta geti ekki komið fyrir aftur.” segir hann.

Hörður segir tjónaskoðun ekki hafa farið fram á bifreiðunum, en það verður að teljast líklegt að þeir séu báðir ónýtir.

 

Tags

Herjólfur

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).