Hvíslið:

Öryggi bæjarbúa er undir!

13.Ágúst'22 | 08:22
eldgos_Svabbi_ads

Frá eldgosinu árið 1973. Ljósmynd/Svavar Steingrímsson

„Það get­ur líka verið þannig að það get­ur komið upp gos í miðju hafn­ar­mynn­inu í Eyj­um. Þannig að menn þurfa að vera með ekki bara áætl­un A, held­ur líka áætl­un B, og kannski C og jafn­vel D – til þess að bregðast við slík­um at­b­urði í Vest­manna­eyj­um.“

Þetta sagði Þor­valdur Þórðar­son­, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands í viðtali við fréttavef Morgunblaðsins í vikunni. Þetta eru stór orð og óhætt að segja að það fari ónot um marga að lesa slíkt frá fræðimanni sem lifir og hrærist í eldfjallafræðum.

En hvað er til ráða?

Ef vitnað er aftur til orða prófessorsins, þá segir hann að ef það verði annað gos á Heima­ey þá sé það at­b­urður sem að vert er að hafa mikl­ar áhyggj­ur af. ,,Við þurf­um að vera til­bú­in með viðbragð þannig að við get­um komið fólki frá staðnum eins fljótt og auðið er,“.

Það hlýtur því að vera eitt af forgangsmálum almannavarna- og bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum í dag að hefja tafarlaust viðræður við ríkisvaldið um þeirra aðkomu að uppbyggingu fleiri flóttaleiða frá Eyjum. Meðal þess sem skoða þarf til hlítar, er hvort koma megi upp góðum viðlegukanti annarsstaðar á Eyjunni. 

Nú reynir á bæjarstjórn og þingmenn

Fara þarf fram á framkvæmdaáætlun frá ríkinu og tryggja að fjármagn verði sett í slíkt öryggismál fyrir bæjarfélag sem hefur þurft að glíma við náttúruöflin í bakgarðinum og nú boðar einn helsti fræðimaður landsins það að það get­i gosið í ná­inni framtíð aft­ur á Heima­ey.

Nú reynir á bæjarstjórn Vestmannaeyja og þingmenn kjördæmisins að tryggja skjóta afgreiðslu á þessu máli. Öryggi bæjarbúa er undir!

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected].net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).