Margt spennandi framundan hjá Visku

12.Ágúst'22 | 14:00
FHH-mynd_frida_hr_ads_22

Fríða Hrönn Halldórsdóttir

Viska, fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja býður í vetur upp á fjölbreytt nám og námskeið.

Fríða Hrönn Halldórsdóttir er staðgengill forstöðumanns og náms- og starfsráðgjafi Visku. Við forvitnuðumst um hjá henni hvað verði boðið upp á í haust og í vetur.

Íslenska fyrir útlendinga

,,Íslenska fyrir útlendinga verður á sínum stað, bæði 1 og 2 ásamt kaffihúsaíslensku sem að er fyrir þá sem að hafa lokið hluta 1 eða 1 og 2 og vilja þjálfa sig í að tala íslenskuna eftir að vera kominn með grunn. Jóhanna Lilja heldur áfram að vera með íslenskuna og er hún komin með öflugt tengslanet. Hún gefur einnig upp netfangið sitt og símanúmer; [email protected] og sími 8671160 og veitir hún allar upplýsingar um íslenskukennsluna og við að sjalfsögðu líka.

Einnig stefnum við á að vera með minni hóp í Að lesa og skrifa íslensku sem er sérstaklega fyrir fólk af erlendum uppruna og vill þjálfa lestur og skrift, læra á hljóðbækur, og þjálfa sig í að skrifa á íslensku. Þetta er einstaklingsmiðað nám, hópurinn kemur til með að vera lítill og þetta verður kennt á mánudögum og þriðjudögum fyrir hádegi.” segir Fríða Hrönn.

Grunnmennt og FAB-LAB smiðja

,,Grunnmennt 1: sérstaklega fyrir fólk sem vill byrja upp á nýtt. Það hefur kannski hætt eftir 10.bekk eða jafnvel fyrr að mennta sig eða tekið lítið í námi eftir grunnskóla. Námið er viðurkennt og vottað og hægt að fá metið til allt að 9 eininga í framhaldsskóla. “

Fríða segir einnig að FAB-LAB smiðja sé námsleið sem að þeim langi mikið til að keyra af stað. ,,Það verður kennt í kvöldskóla og eru 80 klukkustundir. Frosti Gíslason Fab-lab snillingur verður með yfir umsjón yfir þessari námsleið. Ég hef fengið töluvert af fyrirspurnum og er að vonast til þess að við getum keyrt námsleiðina af stað sem allra fyrst. Þetta verður tvo seinniparta í viku og annan hvern laugardag. Hægt er að fá námið metið til allt að 10 eininga. Þetta er tilvalið fyrir alla þá sem vilja kynna sér FAB-Lab og alla þá möguleika sem eru þar. Ég hvet alla sem að hafa lengi ætlað að kynna sér Fab-Lab að láta verða af því að skrá sig. Við keyrum þetta af stað um leið og við erum komin með hóp.”

Meðferð matvæla og Uppleið

Meðferð matvæla: verður kennt núna bæði á ensku og á íslensku og verður alfarið í fjarkennslu.

“Þessi námsleið er tilvalin fyrir fólk sem hefur áhuga á eða er að vinna við eitthvað tengt matvælum eða matvælaiðnaði og hafa seinustu tveir hópar sem voru í þessu námi verið virkilega ánægð. Hægt er að fá það metið til allt að 5 eininga.”

,,Síðan er það námsleiðin Uppleið sem verður kennd í bæði í fjarnámi og staðnámi. Námið er byggt á á meðferðarhandbók Reykjalundar sem byggð er á hugrænni atferlismeðferð. Þetta er nám þar sem er verið að vinna með tengsl hugsanna, tilfinninga og hegðunar auk sjalfsstyrkingar og sjálfshálpar..

Móttaka og miðlun

,,Móttaka og miðlun er stutt námsleið sem að okkur langar til þess að fara af stað með og munum við keyra hana af stað þegar  við erum komin með hóp. Námsleiðinni er ætlað að styrkja einstaklinginn og að hann læri gagnlegar aðferðir í samskiptum og samstarfi sem nýtast í starfi. Einnig er farið yfir stefnu fyrirtækja, starfsumhverfi og reglur á vinnustað.” segir Fríða Hrönn.

Tölvunámskeið fyrir 60 ára og eldri

Tölvunámskeið fyrir 60 ára og eldri fara af stað í september og það er um að gera að fara að skrá sig. Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu og förum við af stað með tvo hópa 13, 15, 20 og 22. september þar sem að við munum kenna  hóp 1 frá 10-12 og hóp 2 frá 13-15. Það er hægt að skrá sig í síma 488-0115 eða í gegnum netfangið [email protected]. Fyrstur kemur fyrstur fær. Því það eru að hámarki 8 manns í hóp.”

Námskeið í samvinnu við Bernhöft, myndlist og breytingaskeiðið

,,Dáleiðsla/sjálfsdáleiðsla er nám sem okkur langar að fara af stað með í samvinnu við Bernhöft.” segir hún og bætir við:

,,Þetta er í raun fyrri hluti af námi og má taka þennann hluta einan og sér. Þegar þessum hluta námsins er lokið þá á fólk að vera komið með þjálfun í að nota sjálfsdáleiðslu. Stefnt verður síðan að því að fá seinni hluta námskeiðisins þar sem næsta námskeið gefur leyfi til þess að nota dáleiðslu á öðrum. Hagurinn sem þátttakendur fá út úr því að taka þátt í námskeiðinu er í raun að þau fá meiri innsýn í eigin líðan og fleiri bjargráð. Og læra aðferðir sem hentar þeim í að læra að hlusta á innsæi sitt og hvernig þau geta náð að efla sig á allan máta sem þau vilja.

Einnig verðum við með myndlistanámskeið með Michelle Bird aftur, sem óskaði eftir því að koma aftur eftir að hafa kennt eitt námskeið hjá okkur og varð heilluð bæði af Eyjum og Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja.“

Fríða segir að í nóvember verði erindi í fjarfundi um breytingaskeiðið og mun Halldóra Skúladóttir hjá Kvennaráð sjá um það erindi. ,,Það er gaman að fylgjast með Halldóru á Instagram: Kvennaráð.is fyrir þá sem að vilja kynna sér hana enn frekar.“

Fjölmennt, kynvitund, listanámskeið og dansnámskeið

,,Við erum einnig með námskeið í samvinnu við Fjölmennt, námskeið um kynvitund, listanámskeið og dansnámskeið. Þau námskeið eru sér sniðin fyrir fatlað fólk.“

Raunfærnimat og FRÍ náms- og starfsráðgjöf

,,Við erum svo heppin að Sólrún Berþórsdóttir sérfræðingur okkar í raunfærnimati er enn að starfa hjá okkur og sér um að halda utan um allt tengt raunfærnimati.  Ég hvet þá sem hafa reynslu af vinnumarkaði og vilja fá það metið að vera í sambandi við Sólrúnu.“ segir Fríða. Viska sér um raunfærnimat í skipstjórn á landsvísu en Sólrún leiðbeinir og aðstoðar einnig með annað raunfærnimat.

Hún bendir á að allir eigi síðan rétt á tveimur fríum viðtölum hjá náms- og starfsráðgjafa á ári og verður vel tekið á móti ykkur. ,,Sólrún tekur öll viðtöl í fjarfundarformi sem að getur verið mikill kostur en það er hægt að koma og hitta mig eða taka fjarviðtal bara eftir því sem að hver og einn vill. Mér finnst reyndar mikilvægt að það komi fram að náms- og starfsráðgjöfin hjá Visku er ekki einskorðuð við Visku, heldur er hún almenn. Hvort sem að fólk er að kanna nám, kanna nýja möguleika a vinnumarkaði, skoða hvað það vill gera eftir stúdentspróf, vill koma í áhugasviðpróf, fara í raunfærinmat eða bara kanna og skoða möguleika a því sem að það langar til að gera í lífinu.

,,Eins og sjá má af allri þessari upptalningu er ansi margt spennandi í boði hjá Visku á þessari haustönn. Ég býð ykkur öll velkomin og munum við taka vel á móti ykkur.“ segir Fríða Hrönn að lokum.

Hér má fræðast nánar um Visku, fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyja

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).