Gul viðvörun gefin út á Suðurlandi vegna rigningar

8.Ágúst'22 | 16:05
gul_vidv_080822

Skjáskot/vedur.is

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Suðurland í dag og fram til hádegis á morgun vegna talsverðrar eða mikillar rigningar.

Í viðvörunartexta Veðurstofunnar segir: Rignir talsvert, jafn vel mikið til fjalla. Búast má við vatanvöxtum í ám og lækjum, sem geta flætt yfir bakka sína. Vöð geta orðið varasöm eða ófær. Samgöngutruflanir hugsanlegar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Vestlæg átt, 8-15 m/s og skúrir, en norðlægari og rigning um tíma á Norðurlandi, hvassast og bjartviðri á Suðausturlandi. Hiti 7 til 16 stig, mildast austanlands. Lægir um kvöldið.

Á fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og skúrir, en fer að rigna suðvestantil um kvöldið. Hiti 8 til 14 stig.

Á föstudag:
Vestlæg eða breytileg átt og víða rigning, en rofar til seinnipartinn. Milt veður.

Á laugardag og sunnudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og væta með köflum, en lengst af þurrt austanlands. Áfram milt veður.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).