Segja nei takk við Herjólfi III

7.Ágúst'22 | 23:17
gamli_herj

Herjólfur III. Ljósmynd/TMS

Færeyingar hafa stofnað undirskriftarlista þess efnis að fá annað skip en Herjólf III til þess að sigla milli Þórshafnar og Suðureyjar á meðan ferjan Smyril fer í slipp. 

Frá þessu er greint á fréttavefnum Vísi í dag. Þar segir enn fremur að ástæðan sé að ekki sé nægt pláss í Herjólfi III til að leysa Smyril af.

Vísað er í frétt frá færeyska Kringvarpinu þar sem segir að Herjólfur III sé í leigu hjá færeysku stofnuninni Strandfaraskip Landsins frá Vegagerðinni en stofnuninn rekur ferjur og almenningsvagna í Færeyjum. 

Ekki nóg með það að Herjólfur III sé ekki nægilega stór að sögn Færeyinga þá tekur siglinginn einnig lengri tíma. Þeir sem stofnuðu undirskriftarlistann vilja koma í veg fyrir að Smyril fari í slipp þar til ný afleysingarferja er fundin. 

Færeyingar hafa einnig kallað eftir því að lögð verði göng milli Suðureyjar og Straumseyjar þar sem Þórshöfn er. Vonast þeir eftir því að geta keyrt á milli eyjanna árið 2030.

Tags

Herjólfur

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).