Áfram bólusett við covid í Vestmannaeyjum
5.Ágúst'22 | 14:55Næsta bólusetning við Covid 19 verður fimmtudaginn 11. ágúst á heilsugæslunni og er fólk beðið um að skrá sig í síma 432-2500.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Jafnframt segir í tilkynningunni að enn sé covid í gangi í samfélaginu.
„Viljum við hvetja fólk 60 ára og eldra og fólk með undirliggjandi sjúkdóma til að mæta í örvunarbólusetningu, það er 4 bólusetningu. Einnig hvetjum við þá sem ekki eru fullbólusettir til að mæta. Athugið að minnsta kosti 3 mánuðir vera liðnir frá covid smiti.”
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands - hsu.is.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.