Góð afkoma hjá Ísfélaginu

2.Ágúst'22 | 08:18
isfel

Ljósmynd/TMS

Ísfé­lag Vest­manna­eyja hagnaðist um 40,6 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í fyrra, eða sem svar­ar 5,3 millj­örðum króna miðað við gengi dals­ins gagn­vart krónu í lok árs­ins. Fé­lagið nær þre­faldaði hagnaðinn milli ára.

Þetta segir í frétt á mbl.is og er vitnað í nýbirt­an árs­reikn­ing fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir árið 2021. Ísfé­lagið hagnaðist um 13,99 millj­ón­ir dala árið 2020, eða um 1,78 millj­arða króna miðað við gengi dals­ins gagn­vart krónu í lok þess árs.

Læt­ur því nærri að Ísfé­lag Vest­manna­eyja hafi þre­faldað hagnaðinn milli ára. Fram kem­ur í skýr­ing­um með árs­reikn­ingn­um að loðnu­vertíðin hafi haft sitt að segja um af­kom­una.

„Rekst­ur fé­lags­ins gekkvel á ár­inu og juk­ust tekj­ur og af­koma mikið frá fyrra ári sem skýrist einna helst af loðnu­vertíð á ár­inu 2021 en ekki voru stundaðar loðnu­veiðar síðustu tvö ár þar á und­an. EBITDA jókst um 27 millj­ón­ir USD og vaxta­ber­andi skuld­ir lækkuðu um 20,4 millj­ón­ir USD. Á ár­inu fjár­festi fé­lagið í upp­sjáv­ar­skip­un­um Suðurey VE11 og Álsey VE2,“ seg­ir í árs­reikn­ingn­um.

40 millj­arða eignir

Þá segir í árs­reikn­ingn­um að eign­ir fé­lags­ins hafi auk­ist úr 293,5 millj­ón­um dala árið 2020 í 313,2 millj­ón­ir dala árið 2021, eða úr 37,3 millj­örðum króna í 40,8 millj­arða króna.

Veik­ing krónu gagn­vart daln­um hef­ur áhrif á eign­ir um­reiknaðar í krón­ur. Þannig kostaði dal­ur­inn 127,21 krónu í árs­lok 2020 en 130,38 krón­ur í árs­lok 2021.

Eig­in­fjár­hlut­fallið jókst úr 51,1% í 58,4% milli ára.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.