Talsverður erill hjá lögreglu í nótt

31.Júlí'22 | 10:14
DSC_3472

Frá Þjóðhátíð. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Mikill fjöldi fólks var saman kominn á Þjóðhátíð í Herjólfsdal í gærkvöldi og nótt og talsverður erill hjá lögreglu fram undir morgun. 

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að sjö líkamsárásarmál séu skráð hjá lögreglu eftir nóttina en í öllum tilfellum var um minniháttar líkamsáverka að ræða. Alls voru sjö vistaðir í fangageymslu, fjórir vegna ölvunarástands og þrír í tengslum við rannsókn líkamsárásarmála. Þá voru sjö minniháttar fíkniefnamál skráð síðasta sólarhringinn.

Nú í morgunsárið er rólegt yfir bænum og sólin að gægjast í gegnum skýin. Lögregla vill beina því til ökumanna að gæta vel að því að aka ekki af stað fyrr en tryggt er að allt áfengi sé farið úr blóðinu. Lögreglan í Vestmannaeyjum verður með öflugt eftirlit með ástandi ökumanna á götum bæjarins í dag sem og aðra daga, segir í tilkynningunni.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...