Yfir 70.000 farþegar með Herjólfi í júní

5.Júlí'22 | 11:45
20220522_102200 2

Herjólfur flutti 70.481 farþega í júní og hafa aldrei verið fluttir fleiri farþegar í þeim mánuði. Ljósmynd/TMS

Met var slegið í farþegaflutningum Herjólfs í síðasta mánuði, þegar ferjan flutti rúmlega sjötíu þúsund farþega á milli lands og Eyja. Gamla júní-metið er frá árinu 2019 þegar um sextíu og tvö þúsund farþegar fóru með Herjólfi.

„Farþegaflutingar í júní voru mjög góðir. Herjólfur flutti 70.481 farþega í júní og hafa aldrei verið fluttir fleiri farþegar í þeim mánuði.” segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjar.net.

Sjá einnig: Augljóst að átakið „Veldu Vestmannaeyjar“ er að skila árangri

Að sögn Harðar voru  TM-mótið og Orkumótið mjög vel sótt. „Eins var þétt og góð traffík flesta daga mánaðarins. Sigldar voru tvær aukaferðir á laugardeginum á báðum fótboltamótunum til að mæta eftirspurn.”

22% aukning þrátt fyrir þrjá mánuði í Þorlákshöfn

„Fyrstu 6 mánuði ársins höfum við flutt 167.433 farþega og er það 22% fleiri farþegar en við fluttum á sama tímabili árið 2021, þrátt fyrir að skipið hafi nánast eingöngu siglt til Þorlákshafnar í janúar, febrúar og mars.” segir hann.

Þessu tengt: Maí metið slegið hjá Herjólfi

Hörður segir Goslokin hafa verið mjög vel sótt um liðna helgi og fyrirframbókanir í júlí og ágúst gefa tilefni til að áætla að áframhald verði á öflugum flutningum.  

Hægt er að smella á súluritið til að opna það stærra. Heimild/Herjólfur.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).