Lokadagur Goslokahátíðar í dag

3.Júlí'22 | 05:45
vidar_breidfjo

Í Akóges er Viðar Breiðfjörð með myndlistarsýninguna Vængir morgunroðans.

Lokadagur Goslokahátíðarinnar er í dag, sunnudag. Fjölbreytt dagskrá er í boðið fram eftir degi.

Dagskrá dagsins hefst á göngumessu. Gengið verður frá Landakirkju að krossinum við Eldfell og þaðan niður í Stafkirkju þar sem boðið verður upp á súpu. 

Hér að neðan gefur að líta dagskrá dagsins.

Sunnudagur 3. júlí

10:00-17:00 - Einarsstofa: Kortasýning.

11:00 - Landakirkja: Göngumessa, boðið upp á súpu og brauð við Stafkirkjuna.

11:00-18:00 - Eldheimar: Ljósmyndasýning á verkum Kristins Benedikts­sonar.

13:00-15:00 - Stakkagerðistún: Hestaferðir í miðbænum. Lagt af stað frá planinu við Akóges. Frjáls framlög.

13:00-15:00 - Slökkvistöð Vestmannaeyja: Opið hús.

13:00-16:00 - Kristey.is með opinn sölubás á Bárugötu.

13:00-18:00 - Safnaðarheimili Landakirkju: Myndlistarsýning - Litróf lífs og náttúru - Bjartey Gylfadóttir.

14:00-16:00 - Eyjabíó: Bíósýning fyrir börn í boði Íslandsbanka.

14:00-17:00 - Cracious kró: Myndlistarsýning - Landslög - Lóa Hrund Sigurbjörns­dóttir.

14:00-18:00 - Akóges: Myndlistarsýning - Vængir morgunroðans - Viðar Breiðfjörð.

14:00-18:00 - Strandvegur 50: Myndlistarsýning og opnar vinnustofur hjá Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja.

15:30 - Hótel Vestmannaeyjar: Myndlistarsýning - Vængjaþytur vonar - Erna Ingólfsdóttir Welding.

17:00 - Eyjabíó: Bíósýning fyrir börn í boði Íslandsbanka.

17:00 - Eldheimar: Tónleikar - Íslensku þjóðlögin á framandi slóðum. Þjóðlagasveit Ásgeirs Ásgeirssonar ásamt stórsöngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur. Aðgangseyrir 3.900 kr. - Uppfært: Tónleikarnir falla niður vegna veikinda.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.