Kvennalið ÍBV í Evrópukeppnina

1.Júlí'22 | 13:45
DSC_8221

Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Sú ákvörðun var tekin í gær eftir lengdan umhugsunarfrest sem félaginu var veittur á miðvikudaginn, að skrá kvennalið ÍBV í handbolta til keppni í EHF European Cup tímabilið 2022-2023, en félagið vann sér inn þátttökurétt á mótið á liðnu tímabili. 

Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags í dag. Þar segir jafnframt að ekki munu öll íslensku félögin nýta sér þátttökurétt sinn í ár en umsóknarfrestur rann formlega út þriðjudaginn 28. júní.

Liðið stóð sig með eindæmum vel síðasta vetur og komust alla leið í 8-liða úrslit keppninnar. Sigurður Bragason er áfram þjálfari liðsins og honum til halds og trausts verður áfram Hilmar Ágúst Björnsson. 

Tags

ÍBV

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...