Fréttatilkynning:

Fleiri listamenn kynntir til leiks á Þjóðhátíð

1.Júlí'22 | 08:54
ragga_gisla_21_opf

Ragga Gísla hefur oft skemmt þjóðhátíðargestum. Hér er hún á sviðinu í Herjólfsdal. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Þjóðhátíðardagskráin heldur áfram að hlaða utan á sig stórkostlegu listafólki og í dag eru fleiri listamenn kynntir til leiks.

Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla, Hreimur, Aldamótatónleikarnir og Herbert Guðmundsson - sem er að koma fram í fyrsta skipti á Þjóðhátíð!
 
Loksins fær brekkukórinn að öskursyngja Can´t walk away í Herjólfsdal og ljóst að stemningin mun ná hæstu hæðum með ´80s goðsögninni á sunnudagskvöldinu. Herbert var einmitt að gefa út nýjan sumarsmell, I follow you - sem hlusta má á í spilaranum hér að neðan.
 
Einnig koma fram á  Tjarnarsviðinu: Brimnes, Merkúr, Merkismenn, - en þar er alltaf gríðarlega góð stemning.

Áður höfðu verið kynnt til leiks þau Bríet, Bubbi, Aron Can, XXX Rottweiler, Flott, RVK DTR, Klara Elías, Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Guðrún Árný, Sprite Zero Klan, Bandmenn, Stuðlabandið, Hipsumhaps, Una og Sara Renee

Í næstu viku verður dagskráin fullmótuð með síðustu tilkynningunni fyrir hátíðina, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.
 
Miðasala á hátíðina er á dalurinn.is
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.