Boða framhaldsaðalfund í lok ágúst
30.Júní'22 | 23:58Ekki náðist að klára aðalfund ÍBV-íþróttafélags sem haldinn var í gærkvöld og var honum því frestað.
Talsvert hefur gustað um félagið að undanförnu og sagði handknattleiksráðið m.a. af sér í gær vegna breytinga sem aðalstjórn hafði boðað á tekjuskiptingu deilda félagsins.
Þessu tengt: Segir viðmót aðalstjórnar til skammar
Fram kemur á vefsíðu ÍBV-íþróttafélags í kvöld að á fundinum í gær hafi reikningar félagsins legið fyrir til staðfestingar ásamt tillögu stjórnar um skipun nefndar. Þá segir að fundurinn hafi verið vel sóttur af félagsmönnum og stóð hann í rúmar þrjár klukkustundir.
Enn fremur segir í fréttinni að stjórnarkjöri, kosningu formanns, kosningu í fulltrúaráð, kosningu skoðunarmanna og liðnum öðrum málum hafi verið frestað til framhaldsaðalfundar sem fyrirhugaður er undir lok ágústmánaðar.
Tags
ÍBV
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.