Olía fór í höfnina

29.Júní'22 | 15:31
IMG_20220629_125546

Brákin er sjáanleg víða í höfninni. Ljósmyndir/Óskar P. Friðriksson

Í morgun varð vart við olíumengun í Vestmannaeyjahöfn. Olíumengunin virðist vera talsverð og er sjáanleg brák bæði í botni Friðarhafnar og við upptökumannvirki Vestmannaeyjabæjar.

„Já, því miður þá fór olía í höfnina þegar verið var að dæla olíu um borð í skip. Lóðsinn var strax sendur á vettvang til að hræra í flekkinum og reyna þannig að brjóta upp olíuna.” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hanfarstjóri í samtali við Eyjar.net.

Hún bætir við að sem betur fer standi vindáttin þannig að það sem eftir er af flekkinum leitar út úr höfninni og fylgjast starfsmenn hafnarinnar vel með.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir sem ljósmyndari Eyjar.net tók nú í hádeginu.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.