Glenn valinn besti þjálfari fyrri hlutans

- Olga Sevcova, leikmaður ÍBV í liði fyrri hlutans

29.Júní'22 | 15:52
jonathan-glenn-ibvsp_2021

Jonathan Glenn. Ljósmynd/ÍBV

ÍBV hefur farið virkilega vel af stað í Bestu deild kvenna sem er nú rétt rúmlega hálfnuð. 

Löng pása er tekin við vegna Evrópumótsins þar sem nokkrir leikmenn úr deildinni eru í landsliðshópnum.

Fyrri hlutinn var gerður upp á Stöð2 Sport fyrir stuttu og voru tveir fulltrúar frá ÍBV í liði fyrri hlutans. Þjálfarinn okkar Jonathan Glenn var valinn besti þjálfari fyrri hlutans en liðið sat í 3. sæti deildarinnar og vann sér t.a.m. inn 4 stig í útileikjunum gegn Val og Breiðabliki sem hafa verið leiðandi öfl í deildinni síðustu ár.

Olga Sevcova hefur á sama tíma verið áberandi í liði ÍBV og hlaut hún viðurkenningu fyrir það og var í liði fyrri hlutans ásamt mörgum öflugum leikmönnum.

Frábærir fulltrúar ÍBV sem halda vonandi áfram að gera góða hluti í Bestu deildinni, þar sem ÍBV situr nú í 4. sætinu, segir í frétt á vefsíðu ÍBV-íþróttafélags.

Tags

ÍBV

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.