Uppfærð frétt

Nýtt Gullberg kemur til Eyja - myndir

27.Júní'22 | 10:30
gullberg_ve_06_2022_op

Hið nýja Gullberg siglir hér inn höfnina í Eyjum. Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson

Nýtt uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar kom til heimahafnar í morgun. Skipið mun fá nafnið Gullberg VE-292. 

Skipið var keypt af útgerð í Noregi og hét þar í landi Gardar. Það verður nú gert klárt til makrílveiða. Skipstjóri verður Jón Atli Gunnarsson núverandi skipstjóri á Kap VE. Skipið sem er 70 metra langt og 13 metra að breidd hef­ur 2.100 rúm­metra lest og er allt hið glæsilegasta. 

Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, fór á dögunum ásamt fleirum fulltrúum fyrirtækisins til Skagen í Danmörku til að skoða skipið þegar það kom þangað til löndunar.

Haft var eftir Sindra á vef Vinnslustöðvarinnar að búið sé að endurnýja margt í skipinu og gera mikið fyrir það. „Aðalvélin er til dæmis ný, afar hagkvæm í rekstri og togkraftur er mikill. Það er búið að fara yfir kælikerfi og lestar, blökkin er ný og skipið lítur í alla staði vel út.“

Fleiri myndir frá komu skipsins til Eyja í morgun má sjá hér að neðan.

Uppfært kl. 13.55:

Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að formleg móttöku- og nafngiftarathöfn verði kl. 15 á fimmtudaginn kemur, 30. júní, og í kjölfarið verður almenningi boðið um borð til að skoða skipið.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.