Fólkinu fjölgar í Eyjunum enn
- íbúar ekki fleiri í Eyjum í 22 ár
27.Júní'22 | 15:00Íbúum hefur verið að fjölga í Eyjum undanfarin misseri. Nú ber svo við að fara þarf aftur til aldamóta til að finna hærri íbúatölur í Eyjum, en hnignun var í íbúaþróun á fyrsta áratug aldarinnar.
Síðast þegar Eyjar.net tók stöðuna á íbúafjölda í Eyjum voru búsettir hér 4441. Það var í byrjun mars sl.
Í dag eru íbúar í Vestmannaeyjum hins vegar 4460 talsins, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ. Það er því ljóst að Eyjamenn hafa ekki verið fleiri í 22 ár, eða allt frá árinu 2000 þegar íbúar voru hér 4527. Flestir voru íbúarnir í Eyjum fyrir gos, en þá bjuggu yfir 5000 manns í Eyjum.
Hér má skoða íbúatölur í Vestmannaeyjum aftur í tímann.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.