Sýnir á Hótel Vestmannaeyjum á Goslokahátíð

24.Júní'22 | 09:25
erna_ads_22

Erna Ingólfsdóttir Welding

Erna Ingólfsdóttir Welding verður með myndlistarsýningu á Hótel Vestmannaeyjum á Goslokahátíðinni.

„Föstudaginn 1. júlí Kl 15:30 er opnun á Hótel Vestmannaeyjar, en síðan verður sýningin opin alla helgina.” segir Erna í samtali við Eyjar.net. Sýningin heitir Vængjaþytur vonar og unnin í akríl.

„Ég er búin að mála meira og minna síðan ég fór á námskeið í olíu hjá Steinunni listakonu árið 2012 og síðan þá hef ég farið á ótal námskeið bæði í olíu og akríl. Ég hef alltaf haft áhuga á sköpun og nýt mín mjög vel í Hvíta húsinu en þar er ég að mála ásamt fullt af góðu fólki með sömu áhugamál, sem er dásamlegt.” segir hún.

Fyrsta einkasýningin

Erna segir að á sýningunni verði mynd sem ber sama heiti og sýningin sjálf, en í henni eru "tákn" sem skýra heiti myndarinnar. „Það er bara um að gera að finna þessi tákn til að skilja myndina alveg, spennó.”

„Þetta er mín fyrsta einkasýning, en áður hef ég tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér og í Reykjavík. Í tilefni þess að ég verð ákv.... gömul/ung í haust haha, þá fannst mér tími tilkominn að henda mér í djúpu laugina, segi bara, aldrei of seint að láta drauma sína verða að veruleika.” segir Erna Ingólfsdóttir Welding.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...