Tveir fullfermistúrar hjá Vestmannaey í vikunni

23.Júní'22 | 11:31
vestmannaey_halkion

Vestmannaey VE á leið til heimahafnar. Ljósmynd/TMS

Síðasta vika var góð hjá Vestmannaey VE. Skipið landaði fullfermi í Eyjum sl. sunnudag og aftur í gær. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri er ánægður með árangurinn.

„Þetta var bara þrusuvika hjá okkur og við getum ekki kvartað. Í báðum túrunum tókum við sama veiðirúntinn. Það var Víkin, Höfðinn og Mýragrunn. Aflinn var blandaður. Þorskur hafði vinninginn í fyrri túrnum en ýsan í þeim síðari. Veðrið var ekkert sérstakt og það er varla hægt að tala um sumarveður. Við fengum bæði norðan- og vestanbrælu. Nú styttist í slipp hjá okkur og þá munu menn njóta frísins. Við förum í slipp eftir um það bil hálfan mánuð,“ segir Birgir í samtali við fréttasíðu Síldarvinnslunnar.

Bergur VE (áður Bergey VE) heldur frá Reykjavík í dag áleiðis til Eyja. Skipið hefur verið í slipp í Reykjavík að undanförnu þar sem meðal annars var skipt um nafn á því. Gert er ráð fyrir að Bergur haldi til veiða síðdegis á morgun.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.