Orkumótið sett í kvöld - myndir
23.Júní'22 | 21:12Orkumótið hófst í Eyjum í morgun. Mótið í ár er það þrítugasta og áttunda í röðinni. Mótið hefur verið haldið ár hvert frá því að það var fyrst haldið árið 1984.
Á mótinu keppir 6. flokkur karla í knattspyrnu og í ár eru 112 lið frá 38 félögum. Í kvöld fór fram skrúðganga félagana frá Barnaskóla og í kjölfarið var setning á Týsvelli. Okkar maður, Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari var á setningunni og má sjá myndirnar hér að neðan.
Leikið er á öllum grasvöllum bæjarins fram á laugardag. Þá má geta þess að landslið og pressulið mætast svo á Hásteinsvelli klukkan 19.00 á morgun. Nánari dagskrá má lesa á vefsíðu mótsins.
Tags
Orkumótið
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...