Fróðlegt og skemmtilegt

Út í sumarið, félagsstarf fyrir eldri borgara í Vestmannaeyjum

22.Júní'22 | 12:05
ut-i-sumarid-vestm_is

Fyrsti viðburður "Út í sumarið“ var á Skansinum í liðinni viku. Ljósmynd/vestmannaeyjar.is

Fyrsti viðburður "Út í sumarið“ var á Skansinum í liðinni viku. Þar sagði Gunnar Ingi hjá Viking Tours frá fyrirtækinu og hvernig það er búið að vaxa að undanförnu. 

Einnig sagði hann viðstöddum margar skemmtilegar sögur og var mikið hlegið, segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. Þar segir jafnframt að veðrið hafi leikið við viðstadda en gengið var frá Skansinum og niður á Vigt með viðkomu í Visku. Í Visku var skoðaður gamall árabátur og farið yfir sögur frá þessum tíma og þær breytingar sem hafa átt sér stað.

Eftir þetta var vel tekið á móti hópnum á Vigtin-Bakhús þar sem boðið var upp á kaffi, dýrindis nýbakaðar kleinur, vínarbrauð og skemmtilegt spjall. Rúmlega 30 manns tóku þátt í viðburðinum, segir í fréttinni.

Næsti viðburður af "Út í sumarið“ verður miðvikudaginn 29. júní og verður auglýstur þegar nær dregur.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...