Ætlar að fylla Herjólfsdal með partísöng
22.Júní'22 | 09:03Söngkonan Guðrún Árný mun leiða fjöldapartísöng á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Þá munu Birgitta Haukdal og Herra Hnetusmjör verða meðal þeirra sem munu skemmta í Dalnum.
Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins í morgun. Þar er haft eftir Guðrúnu Árnýju að hún sé mjög spennt fyrir þessu. „Mér líður eins og ég sé komin á þann stað sem ég vil vera á. Mig er búið að langa svo að geta gert þetta,“ segir söngkonan Guðrún Árný, sem ætlar að leiða fjöldasöng, eins og henni einni er lagið, af stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Eyjum.
„Þetta er ekki Brekkusöngurinn,“ heldur Guðrún Árný áfram og bætir við að hún hafi fengið sérstakt pláss í hátíðardagskránni. „Ég verð á föstudagskvöldinu á besta tíma, frá hálf ellefu til ellefu, þegar allir eru í stuði. Ég er svo spennt að ég er bara að bilast. Ég er ekki búin að mega segja frá þessu svo lengi að loksins get ég farið að tjá mig um þetta.“
Guðrún Árný segir að líklega sé óhætt að tala um að hún sé að fara að stjórna stærsta fjöldasöngskór landsins. „Jú, þetta er bara þannig og þetta verður bara allt milli himins og jarðar. Bara samansafn af þeim lögum sem ég er beðin mest um í partíunum,“ segir söngkonan og telur upp lög á borð við Shallow, Ég lifi í voninni og 80´s klassíkina Total Eclipse of the Heart.
„Þetta eru bara lög sem allir þekkja og svo eru líka lög sem allir aldurshópar kunna. Eins og Bohemian Rhapsody, Gordjöss, með Palla, og auðvitað Mamma Mia. Þannig að þetta er bara það sem ég er beðin um alls staðar sem verður tekið þarna.“
Tags
Þjóðhátíð
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.