Bríet áfram hjá ÍBV

21.Júní'22 | 12:21
briet_ads_22

Bríet Ómarsdóttir

Bríet Ómarsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning fyrir næsta keppnistímabil.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Bríet er öflugur línumaður sem uppalinn er hjá félaginu og hefur leikið með meistaraflokki ÍBV undanfarin ár, ásamt U-liði félagsins. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands í gegnum tíðina og var valin efnilegasti leikmaður ÍBV árið 2020.

„Við erum ánægð að hafa Bríeti áfram í okkar röðum og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.” segir í tilkynningunni.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.