Ólöf Margrét sæmd fálkaorðunni

17.Júní'22 | 17:30
olof_margret_fb

Ólöf Margrét Magnúsdóttir

Fjórtán Íslendingar voru sæmdir fálkaorðunni við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Einn af þeim var Vestmannaeyingurinn Ólöf Margrét Magnúsdóttir, sérkennari. En hún hlaut riddarakross fyrir framlag til sérkennslu og málefna barna með fötlun.

Þeir sem hlutu orðuna í dag voru:

1. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, riddarakross fyrir framlag til tónlistarflutnings.
2. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, riddarakross fyrir störf á vettvangi vísinda og þekkingarmiðlunar.
3. Drífa Hjartardóttir, bóndi og fyrrverandi alþingismaður, riddarakross fyrir sveitarstjórnarstörf og framlag til menningarmála í heimabyggð.
4. Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor, riddarakross fyrir framlag til menntamála á háskólastigi.
5. Guðmundur Gunnarsson veiðarfærameistari, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf á vettvangi sjávarútvegs og þróun veiðarfæra.
6. Guðni Guðmundsson bóndi, riddarakross fyrir framlag til umhverfisverndar og samfélagsþjónustu.
7. Karen J. Sturlaugsson, tónlistarkennari og hljómsveitarstjórnandi, riddarakross fyrir framlag til tónlistaruppeldis ungmenna.
8. Magnús Jakobsson, fyrrverandi formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, riddarakross fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsstarfs.
9. Mats Wibe Lund ljósmyndari, riddarakross fyrir störf á vettvangi ljósmyndunar og menningar.
10. Már Kristjánsson yfirlæknir, riddarakross fyrir framlag til meðferðar smitsjúkdóma og baráttu við Covid-19.
11. Ólöf Margrét Magnúsdóttir sérkennari, riddarakross fyrir framlag til sérkennslu og málefna barna með fötlun.
12. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðisþjónustu og baráttu við Covid-19.
13. Rúna Sif Rafnsdóttir sjúkraliði, riddarakross fyrir framlag í þágu mannúðar.
14. Örlygur Richter, fyrrverandi skólastjóri, riddarakross fyrir störf á vettvangi félags- og skólamála.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.