Vestmannaeyjahöfn að eignast Skildingaveg 4 að fullu

16.Júní'22 | 07:08
skildingavegur_4

Vestmannaeyjahöfn er að kaupa norðurhlutann nú, en árið 2020 keypti Vestmannaeyjahöfn suðurhluta hússins. Ljósmyndir/TMS

Kaup á húsnæði voru tekin til umfjöllunar á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær.

Fram kemur í fundargerð að fyrir liggi kaupsamningur í húseignina Skildingavegur 4. Kaupverðið er 30 milljónir króna og er samningur gerður með fyrirvara um samþykki framkvæmda- og hafnarráðs og bæjarráðs.

Þessu tengt: Vestmannaeyjabær kaupir hús á Skildingavegi

Ráðið samþykkti fyrirliggjandi kauptilboð og óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði auka fjárveiting upp á 2,5 milljónir á árinu 2022 sem mætt verði með eigin fé Vestmannaeyjahafnar.

Ráðið lýsir yfir ánægju með að húseignir að Skildingavegi 4 komist í eigu hafnarinnar og unnt sé að skipuleggja framtíðar athafnasvæði í kringum Herjólf.

skallabol (2)

Þetta er hlutinn sem nú er keyptur.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.