Breyting á nafni orðin að veruleika
16.Júní'22 | 17:32Um síðustu mánaðamót fór Bergey VE 144 í slipp í Reykjavík. Þar hefur verið unnið að viðhaldi skipsins auk þess sem það skal málað bæði hátt og lágt.
Að auki hefur verið skipt um nafn á skipinu og heitir það nú Bergur VE 44 eins og sést á myndinni hér að neðan.
Dótturfélag Síldarvinnslunnar, Bergur – Huginn ehf. í Vestmannaeyjum, festi kaup á útgerðarfélaginu Bergi ehf. í októbermánuði 2020. Þegar kaupin áttu sér stað var togarinn Bergur VE 44 í eigu Bergs ehf. en hann var síðan seldur til Vísis í Grindavík án aflaheimilda sumarið 2021. Ákveðið hefur verið að halda áfram starfsemi Bergs ehf. og hefur Bergey verið seld félaginu og nafni skipsins breytt í Bergur VE. Skip Bergs ehf. hefur alla tíð borið nafnið Bergur VE 44, segir í færslu á facebook-síðu Síldarvinnslunnar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.