Einar Friðþjófsson skrifar:

Að gefnu tilefni

16.Júní'22 | 19:32
hasteinsvollur_2021

Hásteinsvöllur. Ljósmynd/TMS

Ég sá og hlustaði á fund sem ÍBV boðaði til í sambandi við gervigras á Hásteinsvöll á eyjar.net. 

Þessi fundur breytti engu í afstöðu minni varðandi gervigras á Hásteinsvöll í stað þess að stækka höllina í fullan völl og fá skjól fyrir börnin okkar til að æfa og spila knattspyrnu inni á veturna. Í lok fundar minntist Þór á Burstafelli á stóran samning á milli ÍBV og bæjarins sem ég tók þátt í að gera. Í honum var m.a annars íþróttahús, golfvöllurinn og gervigrasvöllur og sagði Þór að gervigrasvöllurinn hafi verið sá eini sem ekki komist á koppinn. Þar talaði hann einnig um að minni mínu væri  farið að hraka er ég stöðvaði hann í tilbúningarfréttum um gervigrasvöllinn.

Hann sagði að gervigrasvöllurinn hefði átt að vera á milli Týs og Þórsheimilins en það var aldrei komin nein ákvörðun um stað. Kannski er minni hans farið að hraka hraðar en hjá mér enda Þór nokkrum árum eldri. Týr bauð sinn völl undir völlinn sem að hefði þá verið í austur / vestur og 80% tilbúinn undir gervigrasvöll. Þá kom Bragi Steingríms fyrir hönd Þórs og vildi að völlurinn yrði sunnan við Týsheimilið í hrauninu. Ekkert varð af gervigrasvellinum. En kannski ætti Þór á Burstafelli að upplýsa fólk hvers vegna gervigrasvöllurinn í raun komst ekki á koppinn.

Man hann það ekki eða vill hann ekki muna það.

 

Einar Friðþjófsson

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.