Á fjórða hundrað milljónir komnar í endurbætur á Ráðhúsinu
16.Júní'22 | 11:45Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Ráðhúsi Vestmannaeyja undanfarin misseri.
Að sögn Ólafs Þórs Snorrasonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar er reiknað með að starfsemi stjórnsýslu og fjármálasviðs flytji inn síðar í mánuðinum. Hann segir framkvæmdir á miðhæð og efstu hæð hafa gengið vel undanfarið. „Kjallarinn verður ekki tilbúinn strax enda var ekki reiknað með því í upphafi.” segir Ólafur Þór.
Ólafur segir aðspurður að bókfærður kostnaður í lok maí hafi numið um 355 miljónum en áfram er unnið að verkinu. „Gert var ráð fyrir 120 milljónum í verkið á þessu ári.” segir hann.
Halldór B. Halldórsson, myndaði Ráðhúsið í gær. Myndband hans má sjá hér að neðan.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.