Ein umsókn barst um fjölbýlishúsalóðir í Áshamri

15.Júní'22 | 11:50
ashamarslodir_vestm_baer

Teikning/vestmannaeyjar.is

Vestmannaeyjabær auglýsti nýverið lausar til umsóknar lóðir við Áshamar 79-93 á deiliskipulagssvæði Áshamars 1-75. Um er að ræða fjórar lóðir fyrir fjölbýlishús. 

Lóðastærðir eru á bilinu 1.036 m2 – 1.175 m2 og er hámarksbyggingarmagn á hverri lóð 576 m2. Gert er ráð fyrir 4 íbúðum á hverri lóð, sagði í auglýsingu bæjaryfirvalda.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í fyrradag kynnti Dagný Hauksdóttir, skipulagsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar úthlutun umræddra lóða.

Í fundargerð segir að lóðir við Áshamar 79-93 hafi verið auglýstar lausar til umsagnar á tímabilinu 21. apríl - 5. maí 2022. Aðeins barst umsókn frá einum umsækjanda, SA-Smíðar ehf. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.