Maí metið slegið hjá Herjólfi

7.Júní'22 | 14:58
20220522_112030 1

Myndin er tekin um borð í Herjólfi í maí sl. Ljósmynd/TMS

„Herjólfur flutti 46.400 farþega í maí og hafa aldrei verið fluttir fleiri farþegar í maí.”

Þetta segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjar.net. Hann segir þetta mjög ánægjulega þróun og í takt við þann fjölda sem fór með ferjunni til Eyja í apríl.

„Núna eru stórar vikur framundan, Herjólfur flytur u.þ.b. 60% af sínum árlega farþegafjölda í júní, júlí og ágúst og vel er fyrirfram bókað í skipið og mikilvægt að vel takist til næstu vikur.” segir Hörður Orri. 

Þessu tengt: Stíf markaðssetning skilar fleiri ferðamönnum til Eyja

Líkt og sjá má á súluritinu hér að neðan var næstbesti maí-mánuður árið 2016. Þá voru ferjaðir alls 36.856 farþegar á milli lands og Eyja. Er aukningin því tæplega 10 þúsund farþegar frá fyrra meti. 

Hægt er að smella á súluritið til að opna það stærra. Heimild/Herjólfur ohf.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.