Íbúafundur í Eldheimum

29.Maí'22 | 11:38
fiskeldi_ads_baerinn

Tölvugerð mynd af hvernig svæðið mun líta út þegar búið er að byggja Fiskeldið. Mynd/aðsend

Á morgun, mánudag verður haldinn kynningarfundur vegna breytinga á skipulagi vegna fiskeldis í Viðlagafjöru. Þar mun Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) kynna fyrirhugaða framkvæmd og atvinnustarfsemi og Vestmannaeyjabær kynna breytingu á aðalskipulagi, deiliskipulag og umhverfisskýrslu.

Í Viðlagafjöru hefur um nokkurt skeið verið efnistökusvæði. Með tillögu að fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður svæðið skilgreint sem iðnaðarsvæði og fyrirhugað að þar komi fiskeldi. Svæðið er einnig stækkað til suðvesturs þar sem nú er pittur fyrir jarðefni.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveim lóðum. Fyrirtækið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) hefur fengið vilyrði frá bæjarstjórn um nýtingu á lóðunum til fiskeldis. Á annarri lóðinni hefur fyrirtækið þegar hafið hönnunarvinnu og er fyrirkomulag og kvaðir þeirrar lóðar því skilgreindar í deiliskipulagi. Í deiliskipulagi er einnig gert ráð fyrir svæði til norðurs þar sem áfram verður hægt að vinna sand úr fjörunni.

Umhverfisskýrsla vegna skipulagsáætlana hefur verið unnin til að meta áhrif þessara breytinga á helstu umhverfisþætti.

Fiskeldi í Vestmannaeyjum er talið geta skotið stoð undir þjónustu og vinnslu útgerðar í Vestmannaeyjum. Breyting styður við meginmarkmið aðalskipulags Vestmannaeyja um öflugt atvinnusvæði þar sem sjávarútvegurinn er meginstoðin og að aðstaða þessara greina verði eins og best getur orðið. Breytingin er einnig í samræmi við markmið aðalskipulagsins um svæði fyrir fiskeldi á landi.

Gögnin eru nú kynnt sem tillaga á vinnslustigi til samráðs um frekari úrvinnslu. Kynningarfundurinn á morgun verður haldinn í Eldheimum og hefst hann klukkan 17:15.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.