Úrslitaeinvígi ÍBV og Vals heldur áfram í dag

25.Maí'22 | 07:30
DSC_8411

Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Þriðji leikur ÍBV og Vals í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í kvöld. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir hreint frábæran sigur Eyjamanna á heimavelli í síðustu viðureign.

Búast má við að fjölmargir stuðningsmenn fylgi ÍBV í Origo-höllina í kvöld, en flautað verður til leiks þar klukkan 19.30.

Á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV er fólki bent á að skynsamlegt sé að tryggja sér miða strax á miðasölusíðunni Stubb, til þess að vera örugglega með miða á leikinn. Þá segir að breyting hafi verið gerð á verðinu í rútuna, það kostar 2.000 kr.- á mann og fylgir Herjólfsmiði fram og til baka með í því! Nánari upplýsingar og skráning í rútuferð er hér.

Fyrir þá sem ekki komast til að styðja við bakið á strákunum má benda á að leiknum verður sjónvarpað á Stöð 2 Sport.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.