Klaufar, karlakór og klan í Höllinni

24.Maí'22 | 10:43
Það er mikið um að vera í Höllinni á næstu dögum. Eftir langvarandi bið getur Karlakór Vestmannaeyja loks haldið tónleika og verður engu til sparað.
Með þeim í för verður hljómsveit og má búast við miklu fjöri en tónleikarnir fara fram á fimmtudag, uppstigningardag. 
 
Á laugardagskvöld verða síðan frábærir tónleikar. Fram koma Klaufar en hljómsveitina skipa Biggi Nielsen, Friðrik Sturlu úr Sálinni, Sigurgeir Sigmunds og Guðmundur Annas Árnason. Þá mun Sigga Guðna syngja nokkur lög en hún er ættuð frá Eyjum og hvað þekktust fyrir að hafa sungið Freedom með Jet Black Joe. Rúsínan í pylsuendanum er síðan Biggi Haralds úr Gildrunni sem mun taka Creedence og fleiri góð lög.
 
Á miðnætti á laugardag opnar húsið síðan aftur en þá verður ball með Sprite Zero Klan og DJ. Sprite Zero menn eru hvað þekktastir fyrir lagið Lundinn kemur, sem er einhvers konar óður til lundans og hans lífs á Þjóðhátíð.
 
Allar nánari upplýsingar um miða er á www.tix.is/hollin
 

Tags

Höllin

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...