Fréttatilkynning:

Norsk-íslenskir harmóníkutónleikar í Landakirkju

- veðra á miðvikudaginn kemur klukkan 20.00

21.Maí'22 | 08:35
25_DSC3113

Ásta Soffía og Kristina skipa Storm Duo. Ljósmyndir/aðsendar

Ásta Soffía og Kristina, sem skipa Storm Duo, ólust báðar upp umvafnar þjóðlagahefð, hinni hefðbundnu harmóníkutónlist og við klassíska tónlist. 

Þær skoða menningartengslin á milli sinna heimasvæða (norður Íslands og vestur Noregs) í gegnum harmóníkuna. Þær leika á tónleikunum norska og íslenska þjóðlagatónlist og harmóníkutónlistina sem naut svo mikilla vinsælda á þeirra heimasvæðum á 20. öld. Einnig mun Storm Duo leika sígílda tónlist á harmóníku eftir Grieg og Bach og þannig sýna hversu alhliða hljóðfæri harmóníkan er. 

Verið velkomin í Landakirkju 25. maí. Tónleikarnir hefjast kl 20, og kostar 3500,- inn og frítt fyrir 18 ára og yngri. Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði Rannís og Menningarsjóði Íslands og Noregs.

Tags

Storm Duo

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.