Ottó N. dreginn til Hafnarfjarðar - myndir
20.Maí'22 | 09:24Togari Ísfélags í Vestmannaeyja, Ottó N. Þorláksson VE var í gær dreginn til Hafnarfjarðar þar sem skipið fer í viðgerð.
Alvarleg vélarbilun varð í skipinu í byrjun apríl og þarf að taka aðalvélina upp. Auk þess verða togspil skipsins einnig yfirfarin. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins gekk siglingin vel í gær og í nótt, en Lóðsinn dró togarann til Hafnarfjarðar. Eyþór segir að reiknað sé með skipinu kláru í lok september.
Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjar.net fylgdist með þegar skipið var dregið úr höfn í gær.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.