Gæslan farið í sex sjúkraflug frá Eyjum það sem af er ári

20.Maí'22 | 11:49
20220508_185621

Þyrlan á bílastæðinu á Hamarsvegi. Ljósmynd/TMS

Á dögunum var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út til að annast sjúkraflug frá Vestmannaeyjum. Þoka olli því að ekki reyndist unnt að lenda á flugvellinum og ákvað áhöfn þyrlunnar að lenda á bílastæði á Hamrinum.

Fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar að þyrlusveit gæslunnar hafi það sem af er ári annast sex sjúkraflug frá Vestmannaeyjum. Til samanburðar þurfti að kalla til þyrlu í 10 skipti í fyrra og í 9 skipti árið 2020. 

Þessu tengt: 115 sjúkraflug milli lands og Eyja í fyrra,  Þyrla Gæslunnar lenti á Hamrinum til að sækja sjúkling.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.