Áframhaldandi meirihlutasamstarf H og E-lista innsiglað

Íris Róbertsdóttir verður áfram bæjarstjóri, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar

20.Maí'22 | 11:15
DSC_0045

Málefnasamningurinn handsalaður af oddvitunum. Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson

Eyjalistinn og Fyrir Heimaey munu áfram mynda meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá oddvitum framboðanna.

Enn fremur segir að málefnasamningur þar að lútandi hafi verið undirritaður í Eldheimum í dag. Fjölskyldu- og fræðslumál verða áfram í forgangi; samhliða ábyrgum rekstri og fjárfestingu í innviðum samfélagsins. Sömuleiðis verður lögð áhersla á að veita bæjarbúum framúrskarandi þjónustu.

Samkomulag er um að Íris Róbertsdóttir verði áfram bæjarstjóri; Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar. 

Eyjalistinn verður með formennsku í fjölskyldu- og tómstundaráði og framkvæmda- og hafnarráði og Fyrir Heimaey verður með formennsku í fræðsluráði og umhverfis- og skipulagsráði, segir í tilkynningunni sem Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans og Páll Magnússon, oddviti Fyrir Heimaey skrifa undir.

Málefnasamningurinn.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.