Áframhaldandi meirihlutasamstarf H og E-lista innsiglað
Íris Róbertsdóttir verður áfram bæjarstjóri, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar
20.Maí'22 | 11:15Eyjalistinn og Fyrir Heimaey munu áfram mynda meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá oddvitum framboðanna.
Enn fremur segir að málefnasamningur þar að lútandi hafi verið undirritaður í Eldheimum í dag. Fjölskyldu- og fræðslumál verða áfram í forgangi; samhliða ábyrgum rekstri og fjárfestingu í innviðum samfélagsins. Sömuleiðis verður lögð áhersla á að veita bæjarbúum framúrskarandi þjónustu.
Samkomulag er um að Íris Róbertsdóttir verði áfram bæjarstjóri; Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar.
Eyjalistinn verður með formennsku í fjölskyldu- og tómstundaráði og framkvæmda- og hafnarráði og Fyrir Heimaey verður með formennsku í fræðsluráði og umhverfis- og skipulagsráði, segir í tilkynningunni sem Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans og Páll Magnússon, oddviti Fyrir Heimaey skrifa undir.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.