Kjörsókn með mesta móti

14.Maí'22 | 18:33
DSC_9305

Frá kjörfundi í dag. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson.

Kjörsókn er mjög góð og stefnir í að vera ein sú mesta í seinni tíð, segir Jóhann Pétursson, formaður yfirkjörstjórnar í samtali við Eyjar.net.

„Klukkan 18.00 höfðu 72 prósent kjósenda á kjörskrá kosið og þá teljum við utankjörfundaratkvæðagreiðsluna með.“ segir hann, en þá höfðu 1.747 kosið á kjörfundi og voru 618 utankjörfundaratkvæði fram komin. Á kjörskrá eru 3.284. Kjörfundur stendur yfir til klukkan 22.00 í kvöld í Barnaskóla Vestmannaeyja.

Jóhann segir kosningarnar hafi gengið snurðulaust fyrir sig, en hann gerir ráð fyrir að fyrstu tölur verði birtar um klukkan hálf ellefu í kvöld og á hann von á lokatölum um hálf tólf eða tólf.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...