Sveitarstjórnarkosningar 2022:
Góð kjörsókn í upphafi kjörfundar
14.Maí'22 | 13:44Klukkan 13.00 í dag höfðu 16% kjörgengra íbúa í Vestmannaeyjum mætt á kjörstað í Barnaskóla Vestmannaeyja.
Er það mun meiri kjörsókn en á sama tíma í bæjarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum. Þá höfðu 377 manns kosið (11,9%) á móti 525 nú, samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn í Vestmannaeyjum.
Á kjörskrá eru 3.284, en til samanburðar voru á kjörskrá fyrir fjórum árum 3.162. Kjörfundur er í Barnaskólanum og stendur hann til klukkan 22.00 í kvöld.
Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari fór á kjörstað í morgun, og má sjá myndir hans í þessari frétt.
Tags
X2022
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.