Guðjón Hjörleifsson skrifar:

Af bæjarstjóraumræðu

14.Maí'22 | 14:42

Guðjón Hjörleifsson

Það er furðulegt að bæjarstjóraumræðan skuli fá meiri umræðu heldur en stefnuskrá framboðanna hér í Eyjum.

Bæjarstjóri er framkvæmdarstjóri bæjarins, sem framkvæmir og fylgir eftir samþykktum, því sem pólitískir stjórnendur bæjarins samþykkja. Hann er ekki með atkvæðisrétt í bæjarstjórn nema að hann sé pólitískt kjörinn.

Ef við skoðum söguna:
Árið 1986 voru m.a. feður frambjóðenda á lista H listans og E listans, þeir Ragnar Óskarsson og Guðmundur Þ.B. Ólafsson í bæjarstjórn. Þá var auglýst eftir bæjarstjóra og Arnaldur Bjarnason, ráðinn, en hann var ekki búsettur í Eyjum.
Árið 1990 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 6 bæjarfulltrúa af níu. Þá var enginn með bæjarstjóraefni í þeim kosningum. Ég var síðan ráðinn í starfið og var bæjarstjóri í 12 ár.
Árið 2018, var Elliði Vignisson bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, en H listi og E listi voru ekki með bæjarstjóraefni.
Árið 2022 virðast andstæðingar Sjálfstæðisflokksins gera það að aðalmáli kosninganna.

Ég veit að það verður vandað til verka við ráðningu bæjarstjóra  ef Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta í kosningunum í dag.

Eigum við ekki að snúa okkur að aðalmáli dagsins:
Hverjum treystum við best til þess að stjórna BÆNUM OKKAR, fram á veginn því hér eigum við öll heima.

 

Guðjón Hjörleifsson

fyrrverandi bæjarstjóri

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).