Eyþór Harðarson skrifar:

Af gefnu tilefni

14.Maí'22 | 13:13
Eythor_har_ads_2022

Eyþór Harðarson

Páll Magnússon oddviti H listans sendir inn grein í gær á alla vefmiðla í Vestmannaeyjum þar sem hann dregur þá ályktun að Sjálfstæðisflokkurinn telji að það þurfi að sækja bæjarstjóra upp á land. Hvers vegna að hann telji þetta tilefni til greinaskrifa er mér ráðgáta.

Páll vitnar þá í orð mín af framboðsfundinum í Eldheimum. Nú skal ég fyrstur viðurkenna að það hvernig ég orðaði þetta á þessum fundi hefði getað valdið misskilning. Páll nefnir hinsvegar ekki að mikilvægasti punkturinn í mínu svari snerist um að við tefldum fram 18 manna frábærum framboðslista sem mun bera mestu ábyrgðina á rekstri bæjarins næsta kjörtímabil. Að sjálfsögðu munum við meta einstakling í starf bæjarstjóra út frá hæfileikum í starfið og mun þar vega þungt að sá einstaklingur hafi hjarta fyrir hagsmunamálum okkar Eyjamanna.

 

Eyþór Harðarson, 1. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.