Guðlaugur Friðþórsson skrifar:

Það þarf fólk eins og þig

13.Maí'22 | 06:18
gudlaugur_fr

Guðlaugur Friðþórsson

Það þarf fólk eins og þig, fyrir fólk eins og mig. Þetta söng Rúni Júl. á árum áður og átti sviðið.

Í Eldheimum í fyrrakvöld mætti ung kona á sviðið og er skemmst frá því að segja að hún hreinlega hirti sviðið. Hér var á ferðinni tilvonandi bæjarfulltrúi E-listans Helga Jóhanna Harðardóttir.

Í umræðum um fjölgun bæjarfulltrúa kom berlega í ljós fyrir hvað Helga Jóhanna stendur og hvers vegna hún gefur kost á sér til setu í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Það er vegna þess að hún brennur fyrir því að  vinna fyrir samfélagið og bæta hag íbúanna. Launin eru Helgu Jóhönnu aukaatriði, en það er nú eitthvað sem er hægri mönnum ofar skilningi.

Helga Jóhanna hefur gengt formennsku í Fjölskyldu-og tómstundaráði undanfarin fjörur ár og hefur á þeim árum lyft Grettistaki í þjónustu við unga sem aldna og alla þar á milli.

Helga Jóhanna stendur við gefin loforð, fingraför hennar eru allstaðar í skólakerfinu, meiri þjónusta á öllum sviðum, lægri gjöld og betri aðbúnaður.

Tvöföldun á frístundastyrk og Janusarverkefni fyrir 65 ára og eldri. Hver vill ekki svoleiðis.

Hún meira að segja fór fyrir því að laga leikvelli sem voru í útrýmingarhættu.

Við þurfum fólk eins og Helgu Jóhönnu í bæjarstjórn, og þú kjósandi góður hefur tækifæri á því að láta það verða að veruleika á kjördag. Málið er einfalt, með því að setja X við Eyjalistann á laugardag, tryggjum við Helgu Jóhönnu sæti í bæjarstjórn.  Og þá verður nú gaman að sjá afraksturinn að fjórum árum liðnum, því Helga Jóhanna er hvergi hætt.

 

Kveðja Laugi

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).