86 skipakomur bókaðar í sumar
10.Maí'22 | 17:46Töluverð umsvif eru hjá Vestmannaeyjahöfn þessa dagana og er verið að vinna að því að undirbúa höfnina fyrir sumarið.
Mikið hefur verið um skipakomur það sem af er ári þökk sé góðri vertíð. Í sumar er búið að bóka komur 86 skemmtiferðaskipa og kom fyrsta skipið til okkar á sunnudaginn en það var skipið Boletta og er það stærsta skipið sem kemur til Eyja í sumar, segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.
Sjá einnig: Fyrsta farþegaskip sumarsins
Þá segir að þröngt sé í höfninni þessa dagana þar sem flotinn hefur verið að stækka og eitthvað hefur verið um bilanir í flotanum. Hafa áhafnir sýnt mikinn samstarfsvilja þar sem þurft hefur að færa skip á milli kanta í lengri legum.
Byrjað er að leggja nýja gangstétt við Edinborgarbryggju og verður hún lögð að Bæjarbryggju í þessum áfanga. Auk þessa hafa hafnarstarfsmenn verið að snúa flotbryggjunni sem liggur við Básaskersbryggju og er það liður í því að nýta bryggjur hafnarinnar sem best og þjónusta viðskiptavini hafnarinnar. Stefnt er að því að klára að steypa þekjuna við skipalyftuna í þessum mánuði en fyrirtækin á svæðinu hafa sýnt verkinu mikla biðlund og þökkum við fyrir það, segir í fréttinni.
Hér má nálgast lista yfir skemmtiferðaskipin sem fyrirhugað er að komi til Eyja í sumar.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...