Hvíslið:

Hvað gerðist árið 1992?

7.Maí'22 | 16:55
hasteinsvollur_2021

Hásteinsvöllur var tekinn upp og lagfærður fyrir þrjátíu árum. Þessi mynd er tekin í fyrra. Ljósmynd/TMS

Mikið hefur verið ritað og rætt um hvort rétt sé að setja gervigras á Hásteinsvöllinn fagurgræna.

Ljóst er að skiptar skoðanir eru á málinu. Ef horft er til baka, þá er rétt að rifja upp að völlurinn var síðast tekinn upp og lagfærður árið 1992. Síðan þá hefur Hásteinsvöllur verið einn besti grasvöllur landsins. Oftar en ekki tilbúinn fyrstur grasvalla á landinu á vorin. 

Bent hefur verið á í umræðunni að viðhaldskostnaður verði mun meiri á gervigrasi en á hefbundnu grasi. Talað hefur verið um að skipta þurfi um gervigras á að meðaltali 4 ára fresti með kostnaði upp á allt að 100 milljónum. Einnig er bent á að plastkurlið sem sett er í völlinn fjúki af stað í miklum vindi, sem á stundum er vandamál í Eyjum! Að ekki sé talað um umhverfismengun af slíku.

Margir skattgreiðendur í Eyjum klóra sér í hausnum yfir þessari framkvæmd. Hvíslað er um það víða af hverju ekki megi bara taka völlinn upp, setja í hann hitalagnir og vökvunarkerfi. Með eðlilegu viðhaldi ætti slíkur völlur að vera í góðu ásigkomulagi næstu þrjátíu árin. Með því væri hægt að sleppa við stóraukin viðhaldskostnað vallarins til framtíðar litið.

Kjörnir fulltrúar verða að taka þetta með í reikninginn þegar ákvarðanir eru teknar um framkvæmdir og aðallega þá hver rekstarkostnaðurinn er vegna þeirra.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).