Helga Jóhanna Harðardóttir skrifar:

Eyjalistinn hræðist ekki að bjóða betri þjónustu

6.Maí'22 | 16:37
hjh_ads_2022

Helga Jóhanna Harðardóttir

Ég hlustaði á útvarpsþátt í gær þar sem tveir oddvitar og einn frambjóðandi flokkanna sem bjóða sig fram í Vestmannaeyjum ræddu saman. 

Þar talaði oddviti Sjálfstæðisflokksins um það að þeim fannst meirihlutinn hafa forgangsraðað öðruvísi en þau hefðu gert á kjörtímabilinu. Það var þá sem ég hugsaði hvað það var nú gott að Eyjalistinn var í meirihluta þessi 4 ár. Því ef minnihlutinn hefði fengið að ráða þá er ég hrædd um að lítið hefði verið bætt í þjónustu bæjarins. Ætli það hefði nokkuð verið boðið upp á heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri? Ætli starf fjölmenningarfulltrúans hefði nokkuð orðið að veruleika? Þar sem þeim fannst á þeim tíma við bara geta bætt því verkefni á aðra starfsmenn bæjarins. Ætli íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfulltrúinn hefði verið endurvakinn? Haldið þið að það hefði verið bætt í stoðþjónustu grunnskólans? Haldið þið að það hefði verið sett aukafjármagn í skólana til þess að hefja innleiðingu á tækninni? Ætli minnihlutinn hefði gert upp alla þessa leikvelli sem þeir voru búnir að útrýma á árum áður? Þetta og svo ótal margt fleira var bætt í á þessum 4 árum.

Ég vil samt að það komi fram að  með þessum vangaveltum mínum er ég ekki að meina að minnihlutinn hafi verið á móti þegar kom að því að taka þessar ákvarðanir en eftir að hafa hlustað á oddvita Sjálfstæðisflokksins í gær þá er ég fullviss um að ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið í meirihluta þá hefðu þeir aldrei haft frumkvæði af þessari þjónustuaukningu hjá bænum af því að þeir hefðu forgangsraðað öðruvísi og safnað peningunum á bók. 

Við þorðum að bjóða betur og munum halda því áfram ! 

 

Helga Jóhanna Harðardóttir 

Höfundur situr í 2. sæti Eyjalistans.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).