Eyþór Harðarson og Gísli Stefánsson skrifa:
Að sturta niður
6.Maí'22 | 17:03Mundu að sturta, segja konurnar okkar stundum þegar við erum búnir á klósettinu. Það er ekkert verra en að koma að klósetti með öllu gumsinu frá síðasta notanda.
Þetta minnir mann á það hve sjálfsagt okkur finnst vera að sturta niður og óhugsandi þær aðstæður að það væri ekki hægt. Hér áður var vatni safnað af þökum húsa í brunna við heimilin og þá þótti við hæfi að setja vatn í bala og öll systkinin sett í sama fótabaðið. Vestmannaeyingar voru frægir fyrir það að fara sparlega með vatn þar sem brunnurinn mátti ekki tæmast - eðlilega miðað við það að fólk vildi geta sturtað niður.
Vatnsleiðslan
Það voru tímamót í Vestmannaeyjum sumarið 1968 þegar fyrsta vatnsleiðslan var tekin í notkun í Eyjum, og fræg mynd af Nausthamarsbryggju við það tilefni þegar vatni var hleypt í gegnum leiðsluna. Önnur leiðsla kom 1971 og sú þriðja kom 2008. Sú leiðsla er sú eina sem er í lagi ennþá og er orðin 14 ára gömul. Ef hún gefur sig áður en ný leiðsla verður lögð, þá fer maður ekki margar klósettferðir í Eyjum fyrr en mörgum mánuðum síðar. Atvinnulífið, heilbrigðiskerfið og svo má lengi telja verður ekki starfhæft án vatnsleiðslu til Eyja. Það er stórt verkefni sem kallar á aðkomu ríkisins. Við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að beita okkur í hagsmunagæslunni fyrir Eyjarnar og tryggja að við náum að sturta niður án truflana í framtíðinni.
Því hér á ég heima.
Eyþór Harðarson 1.sæti á D lista Sjálfstæðisflokksins
Gísli Stefánsson 3.sæti á D lista Sjálfstæðisflokksins

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.