Hvernig pólitík þjónar hagsmunum bæjarbúa?

12.Apríl'22 | 17:23
IMG_2769

Frá fundi bæjarstjórnar. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja lagði Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi E-listans fram bókun vegna bókunar sem borin var upp af minnihlutanum í fræðsluráði fyrir skemmstu.

Í bókun Njáls segir að það sé ekkert nýtt að ákveðnir aðilar láti í greinum og á samfélagsmiðlum ókvæðisorð falla um forystufólk meirihlutans. Á fundi fræðsluráðs þann 30. mars sl. steig einn aðili skrefinu lengra í bókun við fundarstjórn í fundargerð ráðsins, þar sem hann hjólar í manninn líkt og svo oft áður með ásakanir um lygar og óheiðarleika. Að auki nafngreinir hann mig sem er fáheyrt í sögu Vestmannaeyjabæjar.

Vandséð er hvernig slík pólitík þjóni hagsmunum bæjarbúa, segir að endingu í bókun Njáls.

Þessu tengt: Segja fullyrðingar formanns bæjarráðs rangar

Stóðu í þeirri trú að bæjarfulltrúinn mundi biðja fulltrúa minnihlutans í fræðsluráði afsökunar

Í bókun frá Trausta Hjaltasyni, Hildi Sólveigu Sigurðardóttur og Helgu Kristínu Kolbeins, bæjarfulltrúum D-listans segir að bæjarfulltrúinn virðist líta það allt öðrum augum þegar hann segir í bæjarstjórn orðrétt "þegar að einhverjir ráðsmenn minnihlutans í fræðsluráði, sérstaklega fræðsluráði, eru að ræða einhver mál sín á milli og þykjast svo ekki kannast við eitt eða neitt."

Þessir fulltrúar eru ekki í bæjarstjórn til að verja sig, þess vegna stóðum við í þeirri trú að bæjarfulltrúinn mundi sjá sóma sinn í að biðja fulltrúa minnihlutans í fræðsluráði afsökunar. En ekki stökkva upp á nef sér og tala um ókvæðisorð gegn sér. Í samróma niðurstöðu ráðsins kemur skýrt fram að ekki hafi allir ráðsmenn verið upplýstir um framgang málsins, segir í bókun minnihlutans.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...