Ný aðstaða við Hásteinsvöll til sýnis á morgun

- Vestmannaeyjabær afhendir ÍBV nýja leikmannaaðstöðu við Hásteinsvöll til afnota

7.Apríl'22 | 14:43
hasteins_stuka_22

Áhorfendastúkan við Hásteinsvöll. Ljósmynd/TMS

Nýir búningsklefar og önnur aðstaða leikmanna og starfsfólks knattspyrnuleikja í áhorfendastúkunni við Hásteinsvöll, verður til sýnis föstudaginn 8. apríl frá kl. 16:00-18:00. 

Með nýju húsnæði fyrir knattspyrnulið, leikmenn og starfsfólk, verður liðsaðstaðan öll til fyrirmyndar, með nútímalegum aðbúnaði og horft til framtíðar. Í nýrri aðstöðu eru m.a. rúmgóðir búningslefar, góð sturtuaðstaða, heitir pottar, aðstaða fyrir sjúkraþjálfara, dómara, þjálfara og góð geymsluaðstaða, segir í frétt á vef bæjarfélagsins.

Þar segir enn fremur að með þessum framkvæmdum sé fyrsta skrefið stigið í uppbyggingu á allri aðstöðu til íþróttaiðkunar til framtíðar hjá Vestmannaeyjabæ. Eru allir hvattir til að koma á morgun. föstudag og skoða aðstöðuna.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.