Fullu dýpi náð í Landeyjahöfn

4.Apríl'22 | 14:17
dísa_lande_0521

Dæluskipið Dísa fyrir utan Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Herjólfur ohf. hóf að sigla sjö ferðir á dag í Landeyjahöfn á laugardaginn síðastliðinn. 

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar í dag að fjarlægja hafi þurft 15 þúsund rúmmetra af sandi til að opna höfnina, en fyrir þann tíma höfðu siglingarnar verið háðar sjávarföllum og farnar fjórar ferðir á dag. Dýpkunarskipið Dísa verður að störfum út apríl. Dýpkun í höfninni frá september og fram í maí verður boðin út í vor.

Óhagstætt veður og ölduhæð almennt yfir mörkum

Nýting Landeyjahafnar hefur verið með minna móti þennan vetur vegna veðurs. Herjólfur fór aðeins 34 ferðir til Landeyjahafnar í janúar, 92 ferðir til Þorlákshafnar og tvo daga var ekkert siglt. Til samanburðar voru farnar 286 ferðir til Landeyjahafnar og 20 til Þorlákshafnar í janúar 2021.

Dýpi við höfnina hefur verið takmarkað í vetur enda geta dýpkunarskip ekki athafnað sig í mynni Landeyjahafnar þegar ölduhæð er yfir 1,5 m. Veður voru mjög óhagstæð fyrstu mánuði ársins og ölduhæð almennt yfir mörkum. Aðeins tvisvar gafst veður til dýpkunar í einn dag í senn.

Dýpkunarskipið Dísa frá fyrirtækinu Björgun ehf. hóf dýpkun í Landeyjahöfn 24. mars síðastliðinn. Eftir tvo daga þurfti það frá að hverfa á ný vegna veðurs. Það hóf aftur dýpkun 30. mars þegar aldan datt niður og hefur náð að vinna óslitið síðan, segir í umfjöllun Vegagerðarinnar.

Þessu tengt: Öflugra dýpkunarskip og ríkisstyrkt flug til skoðunar

Búið að fjarlægja 22.300 rúmmetra

Jafnframt er sagt frá því að haldið verði áfram við dýpkun í höfninni næstu vikur en búið er að fjarlægja 22.300 rúmmetra úr höfninni í þessari lotu. Fyrst um sinn verður lögð áhersla á dýpka hafnarmynnið í 8 metra. Næst verður innri höfnin hreinsuð  þannig að hún verði 5,5 metra djúp við lægstu sjávarstöðu. Fyrir framan garðana verður dýptin 7 metrar. Stefnt er á að ljúka við dýpkun í lok apríl eða byrjun maí.

Gert er ráð fyrir að þessi dýpkun muni duga fram í september en Vegagerðin fylgist þó áfram vel með dýpi í og við höfnina í sumar.

Dýpkun hafnarinnar verður boðin út að nýju í vor. Í útboðinu verður gerð krafa um að lágmarks afkastageta skipsins sem sinnir dýpkuninni verði 10 þúsund rúmmetrar á sólarhring í hafnarmynninu. Sú breyting verður nú gerð að boðin verður út dýpkun fyrir tímabilið september og fram í maí. Áður voru boðnar út dýpkanir frá september fram í nóvember, og síðan frá mars fram í maí enda gat Herjólfur III ekki nýtt höfnina að vetri til þar sem hann risti mun dýpra en núverandi skip.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).